Trjáklippingar
Þegar klippa á runna er oft ekki nóg að taka utan af og ofan af honum, heldur þarf einnig að klippa dauðar greinar inn á milli til að runnarnir nái þéttum stofni. Þetta er best að gera á vorin eða haustin.
Að fella tré getur verið vandasamt verk og oftast er það tveggja manna verk. Við eigum til þess öflugar vélar og handklippur. Sé rými takmarkað köllum við til kranabíl. Við bútum tréð niður og keyrum það á förgunarstað. Trjáklippingar eru unnar á tímakaupi á kr. 6.300,- á starfsmann og kr. 900,- fyrir hverja vél, en tilboð eru gefin í að fjarlægja einstök tré. (Verðskrá gildir til 30. september 2015.) |